Dinner I nefnist ný plata þar sem Sigurður D. Daníelsson leikur af fingrum fram. M.a. Einu sinni á ágústkvöldi, Dagný, Spanish eyes, Fly me to the moon og Twilight time. Í plötuumslagi segir m.a.
Dinner I nefnist ný plata þar sem Sigurður D. Daníelsson leikur af fingrum fram. M.a. Einu sinni á ágústkvöldi, Dagný, Spanish eyes, Fly me to the moon og Twilight time.

Í plötuumslagi segir m.a.: "Dinner-tónlist er að því leyti ólík annarri tónlist að hún er byggð á útsetningum sem hljóðfæraleikarinn hefur ýmist numið af nótum eða með hlustun og hún er einnig að hluta til skáldverk flytjandans, sem leikur af fingrum fram og leyfir sér að gera ýmsar "slaufur í anda líðandi stundar".

Sigurður nam píanóleik og hefur verið tónlistarskólastjóri og organisti til margra ára. Hann er kennari við Engjaskóla og hefur einnig komið að tónlistarkennslu við Tónskóla Hörpunnar.

Útgefandi er Vestfirska forlagið.