BANDARÍSKI gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola hefur ákveðið að segja upp eitt þúsund manns í kjölfar sameiningar þriggja deilda í Norður-Ameríku.

BANDARÍSKI gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola hefur ákveðið að segja upp eitt þúsund manns í kjölfar sameiningar þriggja deilda í Norður-Ameríku. Deildirnar sem um ræðir eru Coca-Cola Norður-Ameríku, Coca-Cola Fountain og framleiðsludeild ávaxtasafans Minute Maid. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að um helmingur starfsfólksins sem mun missa vinnuna starfar í höfuðstöðvum Coca-Cola í Atlanta.

Þegar fréttist af fyrirhuguðum uppsögnum lækkaði verð hlutabréfa í fyrirtækinu um rúm 3%.