KÖRFUBOLTAHETJAN Earvin "Magic" Johnson tilkynnti nýlega að hann ætlaði að hætta sér á ný í sjónvarpsþáttagerð eftir mislukkaða viðkomu í sjónvarpsheiminum með þættinum The Magic Hour árið 1998.

KÖRFUBOLTAHETJAN Earvin "Magic" Johnson tilkynnti nýlega að hann ætlaði að hætta sér á ný í sjónvarpsþáttagerð eftir mislukkaða viðkomu í sjónvarpsheiminum með þættinum The Magic Hour árið 1998.

Johnson ætlar að framleiða og koma stöku sinnum fram í nýjum þætti á sjónvarpsstöðinni MTV. Um er að ræða veruleikasjónvarpsþætti, sem kallast Who's Got Game.

Fylgst er með 12 körfuboltastrákum, sem sýna listir sínar aðallega á götum úti. Keppast þeir um frægð og frama auk átta milljóna króna ávísunar.

Johnson ætlar í þetta sinnið að fást við það sem hann er fær í; íþróttirnar. Honum gekk enda illa í hlutverki þáttastjórnanda og grínista í viðtalsþætti sínum, sem var tekinn út af dagskrá eftir tveggja mánaða miskunnarlausa gagnrýni.

"Þetta er það sem ég þekki: körfubolti. Ég ólst upp við að spila körfubolta á götum úti. Ég var aldrei ég sjálfur í The Magic Hour," sagði hann.