AOL Time Warner tapaði jafnvirði 7.700 milljarða íslenskra króna á síðasta ári, sem að sögn The Wall Street Journal er mesta tap í sögu hlutabréfamarkaðarins. Nær helmingur tapsins stafar af afskriftum vegna erfiðleika America Online.

AOL Time Warner tapaði jafnvirði 7.700 milljarða íslenskra króna á síðasta ári, sem að sögn The Wall Street Journal er mesta tap í sögu hlutabréfamarkaðarins. Nær helmingur tapsins stafar af afskriftum vegna erfiðleika America Online.

Samhliða uppgjörinu var greint frá afsögn Ted Turner, stofnanda CNN, sem varaformanns stjórnar fyrirtækisins, en hann situr áfram í stjórn þess. Turner hefur verið einn af helstu gagnrýnendum sameiningar America Online og Time Warner, en AOL yfirtók Time Warner fyrir tveimur árum og úr varð stærsti samruni í sögu Bandaríkjanna.

Verð hlutabréfa fyrirtækisins hefur lækkað mikið síðustu átján mánuði og markaðsverð þess hefur lækkað um meira en 8.000 milljarða króna og er nú rúmlega 4.900 milljarðar króna.