Bragi Sverrisson framan við nýja samkomuhúsið við Hrísmýri.
Bragi Sverrisson framan við nýja samkomuhúsið við Hrísmýri.
"ÉG vil meina að hér á Selfossi hafi ekki verið svona staður á jarðhæð síðan Selfossbíó var rifið og hér verður svipuð notkun," segir Bragi Sverrisson sem vinnur að því að innrétta húsnæði í Hrísmýri 6 og áformar að leigja það út fyrir samkomur...

"ÉG vil meina að hér á Selfossi hafi ekki verið svona staður á jarðhæð síðan Selfossbíó var rifið og hér verður svipuð notkun," segir Bragi Sverrisson sem vinnur að því að innrétta húsnæði í Hrísmýri 6 og áformar að leigja það út fyrir samkomur og veislur. "Hérna geta verið hvaða samkomur sem er. Neðri hæðin er um 500 fermetrar og á efri hæðinni er 180 fermetra pláss," segir Bragi en af efri hæðinni má sjá niður á fyrirhugað dansgólf.

"Hér er enginn staður, hvorki fyrir unglinga né eldra fólk, og mér fannst vera kominn tími til að láta á það reyna hvort þetta væri mögulegt. Svo er alltaf verið að halda veislur," sagði Bragi. "Núna gæti ég leigt húsið út umhverja helgi, svo mikil er þörfin, en við munum klára húsið að fullu og áætlum að opna um páskana ef allt gengur upp."