Hólar í Hjaltadal
Hólar í Hjaltadal
Sögurit BGÍ, Búnaðar- og garðyrkjukennarafélag Íslands, er komið út í tilefni af 30 ára starfsafmæli félagins.
Sögurit BGÍ, Búnaðar- og garðyrkjukennarafélag Íslands, er komið út í tilefni af 30 ára starfsafmæli félagins. Það var stofnað árið 1972 á Hólum í Hjaltadal en félagsmenn eru allir þeir er koma að kennslu við búnaðarskóla landsins; Hólaskóla, Garðyrkjuskóla ríkisins og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Sögu félagsins rituðu Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari við Landbúnaðarháskólann, og Grétar J. Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskólans. Bókin hefur að geyma sögu félagsins sem er samtvinnuð sögu skólanna og þróun búnaðar- og garðyrkjunámsins hér á landi. Í lok bókarinnar er gefið yfirlit yfir þá aðila er hafa sinnt fastri kennslu á þessum tíma við skólana, setið í nefndum og ráðum BGÍ o.fl.

Bókin er um 160 síður. Söguritið fæst hjá skólunum þremur eða hjá Ásdísi Helgu Bjarnadóttur á Hvanneyri.