FYRSTA beinið var lagt inn í nýstofnaðan beinabanka Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri nú í vikunni. Beinin verða notuð við beinfyllingar í gerviliðaaðgerðum.

FYRSTA beinið var lagt inn í nýstofnaðan beinabanka Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri nú í vikunni. Beinin verða notuð við beinfyllingar í gerviliðaaðgerðum.

Guðni Arinbjarnar, bæklunarlæknir og bankastjóri beinabankans, segir að á bæklunardeild FSA séu árlega gerðar um 160 gerviliðaaðgerðir, þar af 90-100 mjaðmaaðgerðir. "Í þessum aðgerðum er lærleggshausinn tekinn og fram til þessa hefur honum verið eytt, en nú höfum við fengið heimild til að geyma þá í beinabankanum, að fengnu leyfi sjúklinganna."

Beinið er geymt í 70 gráða frosti í hálft ár. Þá er tekin blóðprufa úr beingjafanum til að ganga úr skugga um að engir sjúkdómar eða bakteríur séu til staðar.

Guðni segir sjúklinga hafa tekið vel í að gefa lærleggshausa í bankann. "Það taka flestir vel í þessa beiðni, enda eru menn með því að hjálpa öðrum."