MIKIL snjókoma olli uppnámi í mörgum löndum Vestur-Evrópu í gær og víða fóru samgöngur gjörsamlega úr skorðum. Á þjóðveginum A-1 á milli Burgos og Irun á Spáni lentu margir ökumenn í vandræðum vegna snjókomunnar, enda síst vanir slíku veðri.

MIKIL snjókoma olli uppnámi í mörgum löndum Vestur-Evrópu í gær og víða fóru samgöngur gjörsamlega úr skorðum. Á þjóðveginum A-1 á milli Burgos og Irun á Spáni lentu margir ökumenn í vandræðum vegna snjókomunnar, enda síst vanir slíku veðri.

Í Englandi urðu talsverðar truflanir á flugi, neðanjarðarlestum í London seinkaði og áætlanir Eurostar-lestarinnar milli London og Brussel fóru úr skorðum.