Ítalskir lögreglumenn sýna hluta sprengiefnisins sem fannst í Napólí í gær.
Ítalskir lögreglumenn sýna hluta sprengiefnisins sem fannst í Napólí í gær.
ÍTALSKA lögreglan handtók í gær 28 pakistanska menn í borginni Napólí en mennirnir eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk.

ÍTALSKA lögreglan handtók í gær 28 pakistanska menn í borginni Napólí en mennirnir eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mikið magn sprengiefna fannst í fórum þeirra, auk korta af Napólí þar sem búið var að merkja við staði, sem lögreglan telur hafa verið líkleg skotmörk mannanna. Voru bækistöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna meðal skotmarkanna.

Lögreglan handtók mennina í reglubundinni aðgerð, sem miðaði að því að hafa uppi á ólöglegum innflytjendum. Pakistanarnir reyndust hins vegar búa yfir sprengiefni sem hefði nægt til að sprengja í loft upp þriggja hæða hús, að sögn lögreglunnar.

Napólí. AFP.

Höf.: Napólí. AFP