Logi Gunnarsson
Logi Gunnarsson
LOGI Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik á laugardaginn þegar lið hans, Ulm, sigraði Jena af öryggi, 94:79, í toppslag í þýsku 2. deildinni. Logi skoraði 27 stig í leiknum og þótti besti maður heimaliðsins.

LOGI Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik á laugardaginn þegar lið hans, Ulm, sigraði Jena af öryggi, 94:79, í toppslag í þýsku 2. deildinni. Logi skoraði 27 stig í leiknum og þótti besti maður heimaliðsins. Hann skoraði meðal annars þriggja stiga körfu langt utan af velli um leið og lokaflaut þriðja leikhluta gall, og með henni náði Ulm 16 stiga forskoti sem Jena náði aldrei að ógna.

Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Ulm sem komst með honum í annað sætið og er með 34 stig eins og Jena og Tübingen. Fyrir ofan er lið Karlsruhe með 38 stig.