Listamannaspjall verður í Þjóðmennningarhúsinu á morgun, þriðjudag kl. 16.30, en þar munu rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn auk Jóhanns G. Jóhannssonar tónlistarmanns ræða um samvinnu listamanna.
Listamannaspjall verður í Þjóðmennningarhúsinu á morgun, þriðjudag kl. 16.30, en þar munu rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn auk Jóhanns G. Jóhannssonar tónlistarmanns ræða um samvinnu listamanna. Þórarinn er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu og er þetta listamannaspjall hluti af því verkefni. Gestum gefst kostur á að skoða sýningu á verkum Þórarins og í lok listamannaspjallsins verða umræður og fyrirspurnir. Aðgangur er ókeypis, en sýningin á vegum Þórarins stendur út mánuðinn. Þjóðmenningarhúsið er opið alla daga frá 11 til 17.

Bólusetningar gegn ofnæmi Astma- og ofnæmisfélagið heldur fræðslufund fyrir almenning um bólusetningar gegn ofnæmi. Fundurinn er haldinn á morgun, þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20 í húsakynnum SÍBS, Síðumúla 6 (hliðarinngangur), 108 Reykjavík. Erindi halda: Björn Rúnar Lúðvíksson læknir, dósent í klíniskri ónæmisfræði, og Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur í barnalækningum. Í framhaldi af fyrirlestrunum verða umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa á ofnæmi. Aðgangur er ókeypis.