* ÍTALINN Claudio Ranieri , knattspyrnustjóri Chelsea, sagði eftir sigurinn á Stoke, að hann vilji ekki mæta Englands- og bikarmeisturum Arsenal í 8-liða úrslitunum, en dregið verður í bikarkeppninni í dag.

* ÍTALINN Claudio Ranieri , knattspyrnustjóri Chelsea, sagði eftir sigurinn á Stoke, að hann vilji ekki mæta Englands- og bikarmeisturum Arsenal í 8-liða úrslitunum, en dregið verður í bikarkeppninni í dag.

Ranieri horfir fram á veg og gerir sér grein fyrir að fyrr eða síðar verður hann að horfast í augu við leikmenn Arsenal, sem fögnuðu sigri á hans mönnum í í bikarúrslitaleik í Cardiff í fyrra.

*"ÉG vona að við fáum heimaleik í næstu umferð," sagði Ranieri, sem var ánægður með sína menn gegn Stoke. "Leikmenn Stoke voru erfiðir viðureignar - léku vel skipulagðan varnarleik og voru hættulegir þegar þeir fengu aukaspyrnur og hornspyrnur."

* ÞAU lið sem eru í pottinum þegar dregið verður í dag í 8-liða úrslitin, eru: Arsenal, Chelsea, Sheffield United, Southampton, Leeds, Watford, Fulham/Burnley, sem þurfa að leika á ný og Wolves.

* EYJASTÚLKUR mættu FH í handknattleik á laugardaginn og þær létu það ekki á sig fá að koma upp á land þó ljóst væri að þær kæmust varla til síns heima fyrr en óveðrinu slotaði. Stúlkurnar unnu góðan sigur í Kaplakrika þar sem Vigdís Sigurðardóttir varði meðal annars þrjú vítaköst frá FH -stúlkum.

* EFTIR ÍBV náði tíu stiga forystu fengu óreyndari stúlkur að reyna sig í liði Eyjastúlkna og gekk það ágætlega.

* ÍRIS Andrésdóttir , knattspyrnukona úr Val , var í byrjunarliði Íslands gegn Bandaríkjunum í vináttulandsleiknum sem hófst í Charleston laust fyrir miðnættið. Hún lék þar með sinn fyrsta landsleik. Hrefna Jóhannnesdóttir og Dóra Stefánsdóttir , sem aðeins höfðu leikið einn landsleik, hófu einnig leikinn. Honum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en sjá má allt um hann á mbl.is.

* STAÐAN í leiknum, þegar Morgunblaðið fór í prentun, var 1:0 fyrir Bandaríkin og gerði besta knattspyrnukona heims, Mia Hamm, markið strax á 4. mínútu. Þá höfðu stúlkurnar leikið í hálfa klukkustund á rennandi blautum vellinum í Charleston .

* PREDRAG Pramenko , nýi leikmaðurinn hjá úrvalsdeildarliði Grindavíkur í körfuknattleik, kom til félagsins á laugardag. Hann spilaði með gegn KR í gærkvöld en kom lítið við sögu og skoraði aðeins tvö stig.