KEFLAVÍKURSTÚLKUR hefndu grimmilega fyrir tap gegn ÍS í bikarúrslitunum á dögunum og unnu með 57 stigum, 96:39, á heimavelli í gærkvöldi, hafa þar með unnið fimm leiki liðanna í vetur en tapað einum - bikarúrslitaleik.

KEFLAVÍKURSTÚLKUR hefndu grimmilega fyrir tap gegn ÍS í bikarúrslitunum á dögunum og unnu með 57 stigum, 96:39, á heimavelli í gærkvöldi, hafa þar með unnið fimm leiki liðanna í vetur en tapað einum - bikarúrslitaleik.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 33:9 og í hálfleik 52:26, sem eru fleiri stig en eftir hefðbundinn leik í bikarúrslitunum. Síðan í þriðja leikhluta skorar ÍS aðeins 2 stig á móti 21 Keflvíkinga.

"Ég veit ekki hvað gerðist í þessum blessaða bikarleik," sagði Anna María Sveinsdóttir þjálfari og leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í gærkvöldi. "Við vorum auðvitað staðráðnar í að vinna þennan leik því okkur finnst við með miklu betra lið. Við mættum því tvíefldar og það þurfti ekkert sérstaklega að koma stelpunum í ham. Við spiluðum hörkuleik við Grindavík og höfðum sigur sem var gott til að rífa sig upp eftir tapið í bikarleiknum. Mér fannst ÍS-stelpurnar ekki koma alveg tilbúnar til leiks," sagði Anna María og taldi bikartapið sitja í sér. "Ég held að maður jafni sig aldrei, frekar að maður læri að lifa með þessu."