Eitt af verkum Kjartans Guðjónssonar á sýningunni.
Eitt af verkum Kjartans Guðjónssonar á sýningunni.
KJARTAN Guðjónsson hefur opnað málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5. "Kjartan er á 82. aldursári, heilsugóður og þokkalega ern. Þetta verður seinasta einkasýning hans," segir í kynningu.

KJARTAN Guðjónsson hefur opnað málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5. "Kjartan er á 82. aldursári, heilsugóður og þokkalega ern. Þetta verður seinasta einkasýning hans," segir í kynningu.

"Kjartan hefur hin síðari ár ekki beint verið aufúsugestur í hinum meiri sýningarsölum Reykjavíkur og nágrennis, en nú bar svo við fyrir skömmu, að hann var boðinn velkominn í gamalt hús með sál, þar sem tréveggir, óspjallaðir af pússningu, biðu eftir myndum eins og vinum. Og Kjartan hætti við að hætta. Sýningarsaga hans tók óvænta stefnu, hann steinhætti að skammast, að minnsta kosti í bili. Það er gömul saga og ný, að gamlir menn leggjast gjarnan í ævisögur, en Kjartan heldur því fram, að aldrei hafi neitt drifið á daga hans sem eigi erindi á blað, og svo er dálksentimetrinn orðinn ansi dýr," segir ennfremur.

Listhús Ófeigs er opið mánudaga til föstudaga frá 10-18 og laugardaga 11-16, lokað sunnudaga.