Þau brosa á yfirborðinu, en undir niðri leynist nístandi kaldhæðni.
Þau brosa á yfirborðinu, en undir niðri leynist nístandi kaldhæðni.
Nýgræðingar (Scrubs) eru á dagskrá Sjónvarpsins á mánudögum kl. 20.25. Þættirnir segja frá J.D., leiknum af Zach Braff, ungum og vandræðalegum læknanema, og uppátækjum hans og glappaskotum þar sem hann vinnur á sjúkrahúsi.

Nýgræðingar (Scrubs) eru á dagskrá Sjónvarpsins á mánudögum kl. 20.25. Þættirnir segja frá J.D., leiknum af Zach Braff, ungum og vandræðalegum læknanema, og uppátækjum hans og glappaskotum þar sem hann vinnur á sjúkrahúsi. Þættirnir eru í miklum galsastíl, með alls konar hljóðbrellum og teiknimyndalegri myndatöku sem á vel við hið ýkta og kaldhæðnislega handrit þáttanna. Á spítalanum eru sjúklingarnir hver öðrum erfiðari, yfirmennirnir haldnir kvalalosta, illkvittnir og óvægnir, og helst að einhvern stuðning sé að fá hjá öðrum læknanemum, nema hvað þeir virðast sjálfir oft vera engu minni furðufuglar.

Með aðalhlutverk í Nýgræðingum fara, auk Zach Braff, Sarah Chalke sem Ellio Reid, Donald Faison sem Chris Turk og John C. McGinley sem hinn geðstirði yfirlæknir Perry Cox.