Strætógjöld hækka ÉG vil koma á framfæri kvörtun vegna hækkunar á strætógjöldum. Ég er fastur viðskiptavinur strætó, nota strætó í og úr vinnu. Er ég mjög óánægður með að græna kortið hafi hækkað úr 3.800 í 4.500 kr.

Strætógjöld hækka

ÉG vil koma á framfæri kvörtun vegna hækkunar á strætógjöldum. Ég er fastur viðskiptavinur strætó, nota strætó í og úr vinnu. Er ég mjög óánægður með að græna kortið hafi hækkað úr 3.800 í 4.500 kr.

Ég fékk smáhækkun á launin um síðustu mánaðamót, skatturinn hirti sitt og strætó restina. Það eru aðallega öryrkjar, aldraðir og námsfólk sem nota strætó, þ.e. þeir lægstlaunuðu og þeir mega síst við þessari hækkun.

Vestarr Lúðvíksson.

Skoðanakannana- fylliríið

Fréttablaðið hefur um langt skeið flutt dularfullar fréttir af miklu fylgi Samfylkingar. Nú síðast eru þeir taldir með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn samanlagt. Að vísu er tekið fram að 1/3 neitar að svara sem sjálfsagt skiptir litlu máli, eða hvað?

En þessi fíflalæti vekja mikla kæti hjá sumum fréttastofum sem smjatta sífellt á þessu rugli. Það virðist sem sagt kominn tími til að þjóðin jafni um Davíð og Halldór, enda hafa þeir rotað gjörsamlega verðbólgudrauginn og þar að auki tryggt stöðugleika langt umfram það sem áður hefur þekkst.

Þjóðin afber naumast lengur svona svívirðilegt stjórnarfar.

Kjósandi.

Línudans - hvar er æft?

MÉR þætti voðalega gott að komast að því hvar hægt væri að fara og æfa sig með öðrum að dansa línudans? Þeir sem gætu gefið mér upplýsingar vinsamlega sendið mér línu á:

sih@centrum.is

Hulda Rós.

20. öldin

Í sjónvarpsþættinum 20. öldin sem sýndur var á sunnudagskvöld var greint frá að Jónas Kristjánsson hefði stofnað DV. Það er ekki rétt, hann var ritstjóri blaðsins en það var Sveinn Eyjólfsson sem stofnaði DV.

Ragnhildur.

Ásjóna Alþingishússins

SÁ í sjónvarpsútsendingu frá Alþingi um daginn að kaffikanna stóð í glugga öðrum megin við stól forseta þingsins. Finnst það ósmekklegt.

Það sama má segja þegar horft er að þinghúsinu frá Austurvelli. Hélt það væri afdrep fyrir a.m.k eina kaffikönnu í glæsilegri og örugglega tímabærri viðbyggingu þessa fallega húss. Alþingishúsið er ekkert venjulegur vinnustaður.

H.M.

Gullarmbandskeðja týndist

Gullarmbandskeðja með öryggislæsingu týndist 31. janúar frá Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, líklega í eða við Iðnskólann, Læknamiðstöðina í Smáranum eða í Fjarðarkaupum. Eigandi saknar armbandsins mikið því það hefur mikið tilfinningalegt gildi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 5550923.

Íþróttataska týndist

BLÁ íþróttataska, merkt Manchester United, með íþróttaskóm og enska búningnum og handklæði, týndist líklega í strætó á leiðinni úr FG í Garðabæ í Hafnarfjörð sl. miðvikudag. Taskan er merkt Jón Alexander Guðmundsson. Skilvís finnandi hafi samband við Kristrúnu í síma 8973086.

Barnaskautar í óskilum

HVÍTIR barnaskautar fundust fyrir 2 vikum við Austurbæjarbíó, ásamt poka með bolum. Eigandi getur haft samband í síma 5540652 eða 5525379.