ÉG HEF margsinnis í gegnum tíðina gagnrýnt skipulag Reykjavíkurborgar og um leið lagt fram tillögur að öðruvísi skipulagi m.a. varðandi þéttingu byggðarinnar með niðurrifi og nýrri uppbyggingu eldri hverfa.

ÉG HEF margsinnis í gegnum tíðina gagnrýnt skipulag Reykjavíkurborgar og um leið lagt fram tillögur að öðruvísi skipulagi m.a. varðandi þéttingu byggðarinnar með niðurrifi og nýrri uppbyggingu eldri hverfa. Flöt útþensla borgarinnar er orðin svo dýr að borgin hefur ekki efni á að halda úti nauðsynlegri þjónustu. Undirtektirnar hafa fremur litlar verið og nú er skýringin fundin.

Nú hefur Davíð Oddsson, sem var borgarfulltrúi í 20 ár og borgarstjóri, upplýst að skipulag borgarinnar hafi komið honum á óvart þegar honum var sýnt það vegna ætlaðra framkvæmda. Er það virkilega svo að borgarfulltrúar þekki ekki skipulag borgarinnar og að borgarstjórarnir hafi aldrei séð það? Í hvaða heimi lifa slíkir stjórnendur?

Jón Kjartansson frá

Pálmholti

.