* CARLO Ancelotti, þjálfari AC Milan á Ítalíu, framlengdi á laugardaginn samning sinn við félagið til ársins 2005.

* CARLO Ancelotti, þjálfari AC Milan á Ítalíu, framlengdi á laugardaginn samning sinn við félagið til ársins 2005. Talsmaður félagsins sagði að um leið hefðu verið gerðar breytingar á launum þjálfarans, þau hefðu verið lækkuð og slíkt væri nauðsynlegt til að laga fjárhag félagsins og önnur félög ættu að gera slíkt hið sama.

* KRISTIJAN Djordjevic, knattspyrnumaður frá Serbíu-Svartfjallalandi, hálsbrotnaði á æfingu hjá liði sínu, Schalke í Þýskalandi , fyrr í þessum mánuði. Rudi Assauer , þjálfari Schalke , upplýsti þetta um helgina og sagði að Djordjevic verði frá keppni í það minnsta eitt ár, og hann myndi jafnvel aldrei spila knattspyrnu framar. Djordjevic , sem er 27 ára, lenti í árekstri við félaga sinn Gustavo Varela með þessum afleiðingum.

*MATEJA Kezman skoraði þrjú mörk fyrir PSV Eindhoven, sem vann stórsigur á Zwolle á heimavelli í Hollandi, 6:0.

* LEIKMENN PSV voru búnir að gera út um leikinn eftir aðeins 12 mínútur, en þá var staðan 4:0. Jan Vennegoor of Hesselink opnaði leikinn með því að skora eftir aðeins 54 sekúndur en síðan skoraði Kezman mörk á þriðju og níundu mín. og Mark van Bommel það fjórða á tólftu mín. Kezman náði þrennunni á 25. mínútu.

* CHRISTIAN Vieri er nýjasti meðlimurinn í 100 marka klúbbnum í 1. deildarkeppninni á Ítalíu, Serie A. Hann skoraði mark Inter, sem varð að sætta sig við tap fyrir Chievo, 2:1. Átta menn eru í 100 marka klúbbnum - þeir eru, mörk og leikir: Roberto Baggio 189 (196) Gabriel Batistuta 182 (168) Guiseppe Signori 177 (144) Enrico Chiesa 106 (236) Hernan Crespo 104 (168) Vincenzo Montella 102 (170) Filippo Inzaghi 102 (194) Christian Vieri 100 (158) og Oliver Bierhoff 100 (207).

* JEAN Tigana , knattspyrnustjóri Fulham , hótaði á laugardaginn að hætta störfum hjá félaginu í vor ef eigandinn, Mohamed Al Fayed , kæmi ekki fram með einhverjar framtíðaráætlanir. Samningur Tiganas rennur út í vor og hann er ekki tilbúinn til að framlengja hann að svo stöddu.

* AL-FAYED boðaði mikinn niðurskurð fyrir skömmu og Tigana telur óvissuna of mikla. Ekki liggur fyrir hvar félagið leikur á næsta tímabili eða hvað hægt verður að gera til að efla leikmannahópinn. "Vandamálið er að það er ekki á hreinu hvert félagið vill stefna. Ég tel að það geti náð lengra en það hefur gert, en vil fá einhverjar áætlanir í hendurnar," sagði Tigana .