FLEIRI Íslendingar, Norðmenn og Liechtensteinar segjast hafa stundað atvinnurekstur en íbúar ríkja Evrópusambandsins í heild og Bandaríkjanna.

FLEIRI Íslendingar, Norðmenn og Liechtensteinar segjast hafa stundað atvinnurekstur en íbúar ríkja Evrópusambandsins í heild og Bandaríkjanna. Kemur þetta fram í könnun á viðhorfum til stofnunar atvinnurekstrar sem Gallup gerði fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Fram kom að 29% Íslendinga kváðust hafa stundað atvinnurekstur, 26% Norðmanna og 22% Liechtensteina. Skera EFTA-þjóðirnar sig úr í þessari könnun því meðaltalið í Evrópusambandinu er 15%. Þá segjast 14% þeirra Bandaríkjamanna sem spurðir voru hafa verið í eigin rekstri.

EFTA-löndin skáru sig á ýmsan annan hátt frá meðaltali Evrópusambandsríkja í þessari könnun. Áberandi meiri vilji er meðal íbúa þessara þriggja landa til að stunda eigin atvinnurekstur en í Evrópusambandinu. Bandaríkjamenn sýna mun meiri vilja til að starfa við eigin atvinnurekstur en Evrópubúar sem margir hverjir vilja frekar vera launþegar.