KLAUS Toppmöller var í gær sagt upp sem þjálfara Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Við starfi hans tekur fyrst um sinn þjálfari áhugamannaliðs félagsins.

KLAUS Toppmöller var í gær sagt upp sem þjálfara Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Við starfi hans tekur fyrst um sinn þjálfari áhugamannaliðs félagsins.

Leverkusen tapaði á laugardaginn sínum fimmta leik í röð í deildinni, að þessu sinni á heimavelli fyrir Rostock. Forráðamönnum félagsins fannst nóg komið enda má félagið muna sinn fífil fegurri því það lék til úrslita í Meistaradeildinni í fyrra - tapaði fyrir Real Madrid í úrslitaleik á Hampden park í glasgow, 1:0. Þá misstu leikmenn liðsins Þýskalandsmeistaratitlinn frá sér til Bayern á lokasprettinum - í síðustu umferð og tapaði einnig úrslitaleik bikarkeppninnar í Þýskalandi.