* GUÐMUNDUR Gunnarsson, kylfingur og skipstjóri, varð fyrstur Íslendinga til að fara holu í höggi á þessu ári eftir því sem best er vitað. Draumahöggið sló hann á 12.

* GUÐMUNDUR Gunnarsson, kylfingur og skipstjóri, varð fyrstur Íslendinga til að fara holu í höggi á þessu ári eftir því sem best er vitað. Draumahöggið sló hann á 12. braut á Burapha- vellinum á Pattaya í Taílandi en þar er hann í golfferð með Úrvali/Útsýn ásamt 50 öðrum Íslendingum. Guðmundur varð sextugur í vikunni og því má segja að þetta hafi verið skemmtileg afmælisgjöf sem hann gaf sjálfum sér.

* TRYGGVI Guðmundsson var maðurinn á bak við sigur Stabæk á Vålerenga , 2:0, í æfingaleik norsku úrvalsdeildarliðanna í knattspyrnu á laugardaginn. Tryggvi skoraði bæði mörk Stabæk í síðari hálfleik, það fyrra með skalla og það síðara eftir að hafa komist einn gegn markverði Vålerenga .

* VIKTOR B. Arnarsson lék síðasta hálftímann með TOP Oss sem vann Dordrecht á útivelli, 2:1, í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu á föstudagskvöldið.

* ÖRVAR Eiríksson , lykilmaður Dalvíkinga í knattspyrnunni um árabil, skoraði tvö fyrstu mótsmörk sín fyrir KA á laugardaginn þegar liðið vann Tindastól , 5:0, í Norðurlandsmótinu í Boganum á Akureyri. KA hefur unnið alla fjóra leiki sína í mótinu og á aðeins eftir að leika við erkifjendurna í Þór sem hafa aðeins leikið tvo leiki og unnið báða.

* KEFLAVÍK sigraði Njarðvík , 3:0, í úrslitaleik ÍAV-mótsins í knattspyrnu í Reykjaneshöll í gær. Magnús S. Þorsteinsson, Haraldur F. Guðmundsson og Einar Ottó Antonsson skoruðu mörkin.

* VILHJÁLMUR R. Vilhjálmsson skoraði tvívegis fyrir 1. deildarlið Stjörnunnar sem vann úrvalsdeildarlið FH , 4:1, í leik um þriðja sætið.

* ARJAN Kats, hollenskur knattspyrnumaður, lék með 1. deildarliði Njarðvíkur í ÍAV-mótinu. Hann dvelur í Reykjanesbæ vegna náms í sjúkraþjálfun og spilar væntanlega með Njarðvíkurliðinu í sumar.

* ÁRNI Gautur Arason , landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, verður á varamannabekk Rosenborg í dag þegar norsku meistararnir mæta San Jose frá Bandaríkjunum í fyrsta leik La Manga-bikarsins á Spáni . Espen Johnsen, keppinautur hans um stöðuna, fær tækifæri til að sýna sig og sanna.

* ÅGE Hareide , þjálfari Rosenborg , segir að í augnablikinu sé Johnsen betri, þar sem Árni Gautur sé ekki kominn fyllilega í gang eftir aðgerð fyrr í vetur. "Árni verður að ná sama styrk og í fyrra og það veit hann sjálfur," segir Hareide , en aftekur að það muni bitna á Íslendingnum að hann sé ekki enn búinn að gera nýjan samning við félagið.