BJÖRGVIN Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, hafnaði í 34. sæti í svigi á heimsmeistaramótinu í St. Moritz í Sviss í gær. Hann fékk samanlagðan tíma 1.47,49 mín. og varð 6,83 sek. á eftir heimsmeistaranum Ivica Kostelic frá Króatíu.
BJÖRGVIN Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, hafnaði í 34. sæti í svigi á heimsmeistaramótinu í St. Moritz í Sviss í gær. Hann fékk samanlagðan tíma 1.47,49 mín. og varð 6,83 sek. á eftir heimsmeistaranum Ivica Kostelic frá Króatíu. Alls komust 64 keppendur í báðar umferðirnar. Björgvin fór fyrri ferðina á 54,31 sekúndu og varð í 44. sæti, en tókst að feta sig upp um tíu sæti í síðari ferðinni. Björgvin fékk 38,68 fis-stig fyrir árangur sinn.