FIMM hesta hestakerru var stolið frá Viðarhöfða 4 í Reykjavík, líklega aðfaranótt fimmtudagsins. Einar Indriðason, eigandi kerrunnar, segir kerru á borð við þá sem hvarf kosta mörg hundruð þúsund krónur.

FIMM hesta hestakerru var stolið frá Viðarhöfða 4 í Reykjavík, líklega aðfaranótt fimmtudagsins. Einar Indriðason, eigandi kerrunnar, segir kerru á borð við þá sem hvarf kosta mörg hundruð þúsund krónur.

Hann vonar að kerran eigi eftir að koma í leitirnar þar sem hún sé mjög auðþekkjanleg en kerran er á þremur öxlum, sem er óvenjulegt, að hans sögn. Hún er hvít að lit, en með gráan topp og undirvagn. Kerran er þýsk og af gerðinni Homar Stallion. Skráningarnúmerið á kerrunni er UY-629.

Lögreglan hefur látið lýsa eftir kerrunni víða um land, að sögn Einars, og biður hann fólk sem telur sig hafa séð kerruna að hafa annaðhvort samband við sig eða lögreglu.