TAFLFÉLAGIÐ Hellir býður upp á ókeypis skákæfingar fyrir börn og unglinga á mánudögum klukkan 17:15. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri, bæði drengjum og stúlkum. Allir sem kunna mannganginn eru velkomnir.

TAFLFÉLAGIÐ Hellir býður upp á ókeypis skákæfingar fyrir börn og unglinga á mánudögum klukkan 17:15. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri, bæði drengjum og stúlkum. Allir sem kunna mannganginn eru velkomnir. Félagið útvegar töfl og klukkur, þannig að ekkert þarf að hafa með sér. Auk þess sem teflt er á æfingunum verður getraunaskák a.m.k. einu sinni í mánuði. Þá er stefnt að því að hafa viðburð sambærilegan við keppnisferðir sem farnar hafa verið tvo síðustu vetur.

Æfingarnar eru haldnar í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjódd. Þær standa í tæpa tvo tíma og lýkur um klukkan 19. Umsjón með unglingaæfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon