Miskunnarverk íslenskra kvenna er heiti málstofu í guðfræði sem haldin verður í dag, mánudag, kl. 12.15 í stofu V í Aðalbyggingu Háskóla Íslands (2. hæð).
Miskunnarverk íslenskra kvenna er heiti málstofu í guðfræði sem haldin verður í dag, mánudag, kl. 12.15 í stofu V í Aðalbyggingu Háskóla Íslands (2. hæð). Á málstofunni flytur Inga Huld Hákonardóttir fyrirlestur sem hún nefnir "Guð mun launa á efsta degi". Fjallað verður um miskunnarverk íslenskra kvenna frá 1800 til 1930. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Rannsóknir á fötluðum verða viðfangsefni rannsóknarmálstofu í félagsráðgjöf í dag, mánudag. Málstofan er haldin í stofu 422 í Árnagarði, og hefst kl. 12.03 og stendur til 13. Umræðuefni málstofunnar er í tilefni af Evrópuári fatlaðra, en þar kynnir María Játvarðardóttir félagsráðgjafi tvö verkefni, annað um ungt fólk með klofin hrygg, og hitt um ungt fólk með alvarlega vöðvasjúkdóma.