Barnaverndarnefndir höfðu afskipti af 14% fleiri börnum árið 2001 en árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði einnig og þurftu þær að hafa afskipti af ríflega 4.

Barnaverndarnefndir höfðu afskipti af 14% fleiri börnum árið 2001 en árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði einnig og þurftu þær að hafa afskipti af ríflega 4.000 börnum á árinu 2001, sem jafngildir því að barnaverndarnefndum hafi borist tilkynningar vegna ellefu barna hvern einasta dag ársins. Langflestar tilkynningar komu sem fyrr frá lögreglu og opinberum aðilum.

Í skýrslunni kemur einnig fram að afskipti barnaverndarnefnda beinist ekki síður að hegðun barnanna sjálfra en forsjáraðilum og að fjölgun mála síðustu ára sé einvörðungu af þeim toga. Í skýrslunni kemur fram að hækkun sjálfræðisaldursins í 18 ár skýri þessa þróun að einhverju leyti ásamt breyttri samfélagsgerð.

Enn fremur segir í skýrslunni að stórstígar breytingar hafi orðið í meðferð barna og unglinga á síðustu árum. Eftirspurn eftir meðferðarvistun hafi aukist verulega, en á árunum 1997-2001 fjölgaði umsóknum úr tæplega áttatíu í um tvö hundruð. Meðferðarúrræðum hefur einnig fjölgað og á árinu 2001 voru starfandi tíu meðferðarheimili þar sem um sjötíu börn nutu meðferðar á hverjum tíma.

Sparnaður næst

Á árunum 1997-2001 var fimm ríkisreknum meðferðarheimilum lokað. Sólarhringsstofnanir með vaktafyrirkomulagi á þessum tíma víkja fyrir fjölskyldureknum meðferðarheimilum. Með þessum breytingum hefur náðst að minnka rekstrarkostnað á hvert meðferðarrými um eina milljón króna. Nýting á meðferðarheimilum ríkisins árið 1992 var innan við 60% en árið 2001 var hún komin í 90%.