Skálholtsdómkirkja.
Skálholtsdómkirkja.
KYRRÐARDAGAR sem mótast sérstaklega af myndlist verða haldnir í Skálholti um næstu helgi, 21.-23. febrúar.

KYRRÐARDAGAR sem mótast sérstaklega af myndlist verða haldnir í Skálholti um næstu helgi, 21.-23. febrúar. Myndlistarmennirnir Benedikt Gunnarsson og Þorgerður Sigurðardóttir munu flytja hugleiðingar út frá nokkrum verka sinna auk þess sem fjallað verður sérstaklega um listaverk kirkjunnar eftir þær Nínu Tryggvadóttur og Gerði Helgadóttur Aðra leiðsögn annast þeir sr. Jón Bjarman og Jón Rafn Jóhannsson o.c.d.s., en hann er kaþólskur leikmaður tengdur karmelítareglunni og mun tala út frá völdum íkonum.

Þetta er í fyrsta sinn sem kyrrðardagar í Skálholti tengjast myndlist sérstaklega en að öðru leyti er form þeirra óbreytt. Burtséð frá hugleiðingunum og tíðagjörðinni ríkir þögn og kyrrð sem gefur þátttakendum tækifæri til þess að njóta hvíldar andlega sem líkamlega, losna frá hinu daglega áreiti, endurnærast og uppbyggjast af því sem staðurinn og dagskráin býður upp á.

Skálholtsskóli veitir allar nánari upplýsingar og annast bókanir í síma 486-8870, netfang skoli@skalholt.is.