MAÐUR spyr sjálfan sig að því, hvort landsbyggðarþingmenn eða alþingismenn upp til hópa viti til hvers þeir sitja á Alþingi, þegar málum er þannig komið að sveitirnar eru að leggjast í auðn.

MAÐUR spyr sjálfan sig að því, hvort landsbyggðarþingmenn eða alþingismenn upp til hópa viti til hvers þeir sitja á Alþingi, þegar málum er þannig komið að sveitirnar eru að leggjast í auðn. Á jörðunum situr mestmegnis fólk komið fram yfir miðjan aldur eða þá komið að fótum fram, og jarðirnar fara hver af annarri í eyði. Og hvað gerist þá? Á meðan ráðamenn og peningafurstar landsins eru bergnumdir í matadorleik með afraksturinn af vinnu þjóðarinnar sækja útlendingar inn í landið til að kaupa upp jarðir. Og ég spyr: Hvar á þetta eiginlega að enda? Ráðamönnum væri nær að búa þannig í haginn fyrir ungt fólk, að það sæi sér eitthvert vit og hag í því að hefja búskap á jörðum. Útlendingarnir sjá það sem Íslendingar sjá ekki, og vilja ekki sjá: Jarðir eru gulls ígildi. Þær eru forsenda lífs og sjálfstæðis fólksins í landinu.

SIGRÍÐUR

E. SVEINSDÓTTIR,

Holtagerði 82, Kópavogi.

Frá Sigríði E. Sveinsdóttur:

Höf.: Sigríði E. Sveinsdóttur