CONVERSANO, lið Guðmundar Hrafnkelssonar, varð í gær ítalskur bikarmeistari í handknattleik með því að vinna Prato í úrslitaleik, 24:19. Guðmundur lék ekki með en eins og oft áður komst hann ekki að vegna fjölda erlendra leikmanna í liðinu.

CONVERSANO, lið Guðmundar Hrafnkelssonar, varð í gær ítalskur bikarmeistari í handknattleik með því að vinna Prato í úrslitaleik, 24:19. Guðmundur lék ekki með en eins og oft áður komst hann ekki að vegna fjölda erlendra leikmanna í liðinu. Júgóslavneska stórskyttan Blazo Lisicic var í aðalhlutverki hjá Conversano og skoraði 7 mörk í leiknum.

Lino Cervar, þjálfari Conversano, heldur því sigurgöngunni áfram en hann leiddi Króata til heimsmeistaratignar í Portúgal á dögunum.