Michael Winterbottom.
Michael Winterbottom.
IN This World eftir breska kvikmyndagerðarmanninn Michael Winterbottom hlaut Gullbjörninn, æðstu verðlaun Berlínar-kvikmyndahátíðarinnar sem lauk í gær.

IN This World eftir breska kvikmyndagerðarmanninn Michael Winterbottom hlaut Gullbjörninn, æðstu verðlaun Berlínar-kvikmyndahátíðarinnar sem lauk í gær. Mynd Winterbottom, sem síðast gerði 24 Hour Party People, fjallar um átakanlegt ferðalag tveggja afganskra flóttamanna til vesturs í leit að betra lífi. Alls keppti 21 mynd um verðlaunin en önnur stærstu verðlaunin, Silfurbjörninn, féllu í skaut Adaptation eftir Spike Jonze.

Leikkonurnar Nicole Kidman, Julianne Moore og Meryl Streep deildu verðlaunum fyrir leikframmistöðu sína í The Hours en Sam Rockwell fékk Silfurbjörninn sem besti karlleikarinn fyrir Confession of a Dangerous Mind, mynd George Clooney.

Á hátíðinni voru sýndar yfir 300 myndir hvaðanæva úr heiminum.