Þorgerður Jóhanna Jónsdóttir fæddist á Merkigili í Eyjafirði 7. júní 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli 7. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Rósu Sigurðardóttur, f. 1.7. 1893, d. 19.9. 1987, og Jóns Rósinberg Sigurðssonar, f. 11.7. 1888, d. 11.4. 1954. Systkini Þorgerðar Jóhönnu eru í aldursröð: Guðrún Rósa, f. 20.5. 1919, d. 2.11. 2000, maki Jóakim Guðlaugsson, f. 19.1. 1915. Gunnar, f. 7.5. 1921, d. 12.7. 1997, maki Geirþrúður Júlíusdóttir, f. 8.7. 1920, Hólmfríður, f. 23.11. 1926, maki Kristján Margeir Jónsson, f. 22.10. 1915, d. 1.6. 1996, og Páll, f. 1.11. 1931, maki Sigurveig Sigurgeirsdóttir, f. 18.2. 1930.

Þorgerður giftist Pálma Ólafssyni, f. 24.3. 1918, d. 23.8. 1982, þau skildu. Börn þeirra eru: Þórunn Jóhanna, f. 17.1. 1943, maki Þorvaldur Heiðdal Jónsson, f. 20.11. 1922, þau eiga fjögur börn; Jón Sigurður Rósinberg, f. 30.12. 1944, maki Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, f. 31.7. 1945, þau eiga fimm börn; og Garðar, f. 28.10. 1946, hann á þrjú börn.

Seinni maður Þorgerðar er Gestur Sæmundsson, f. 30.12. 1903, dóttir þeirra er: Snjólaug, f. 17. 7. 1950, maki Guðmundur Árnason, f. 12.3. 1942, þau eiga tvær dætur. Börn Gests af fyrra hjónabandi: Eyþór, f. 26.2. 1937, ókvæntur, og Anna Lilja, f. 4.4. 1941, hún á sex börn, maki Ólafur Randver Jóhannsson, f. 16.1. 1932.

Útför Þorgerðar Jóhönnu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Þú hvarfst

þér sjálfum og okkur

hvarfst

inn í höfuð þitt.

Dyr eftir dyr luktust

og gátu ei opnast á ný.

Þú leiðst

hægt á brott

gegnum opnar bakdyr

bústaður sálarinnar

er hér enn

en stendur auður.

Sál þín er frjáls

líkami þinn hlekkjaður

við líf.

Sem ekki er hægt að lifa

þú horfir framhjá mér

tómum augum, engin fortíð

engin framtíð

engin nútíð.

Við fengum aldrei að kveðjast.

(Tove Findal Bengtsson - þýð. Reynir Gunnlaugsson.)

Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um móður mína, því sökum sjúkdóms hennar finnst mér í rauninni að við höfum aldrei kvaðst. Móðir mín var glaðlynd kona og félagslynd í góðra vina hópi, en heimakær. Góð húsmóðir og vinnugefín. Hún var hög í höndum, saumaði bæði á okkur krakkana og fyrir aðra, prjónaði, saumaði út og málaði. Hún las mikið, þótt við skildum ekki hvaða tíma hún fann til þess auk þess hafi hún mjög gaman af allri tónlist. Líf þessarar konu var ekki alltaf dans á rósum og hefur síðustu æviárin verið það erfíðasta. Þó er það huggun að vita að allt var gert sem hægt var til að gera henni það sem best, þökk sé góðu fólki. Það var mjög sterkt samband á milli okkar þó svo að ekki færu alltaf mörg orð á milli okkar. Við höfðum sömu áhugamál og á margan hátt líka hugsun, okkur gat greint á en alltaf held ég að við höfum skilið sáttar. Þegar ég lít yfír farin veg er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana sem móður og fyrir það sem hún hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína.

Starfsfólk á Seli hafi þökk fyrir allt og allt.

Svo djúp er þögnin við þína sæng,

að þar heyrast englar tala,

og einn þeirra blakar bleikum væng,

svo brjóstið þitt fái svala.

Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,

svo blaktir síðasti loginn.

En svo kemur dagur og sumarnótt,

og svanur á bláan voginn.

(Davíð Stefánsson.)

Þórunn.

Ég sendi þér kæra kveðju,

nú komin er lífsins nótt.

Þig umvefji blessun og bænir,

ég bið að þú sofir rótt.

Þó svíði sorg mitt hjarta,

þá sælt er að vita af því.

Þú laus er úr veikinda viðjum,

þín veröld er björt á ný.

(Þórunn Sig.)

Elsku mamma, mig langar að minnast þín í nokkrum orðum, það er margt sem ég á þér að þakka. Þú kenndir mér svo margt í uppeldinu, góðar bænir, hannyrðir og fleira sem hefur reynst mér vel í lífinu, þú varst sú sem mér fannst gefa allt. Það var sama hvar þú komst að saumaskap, þú skapaðir flíkur eftir pöntun og svo var allt á heimilinu sem sýndi verkin þín, það þekkjum við sem vorum þér næst. Þú varst öllum svo góð, börnum, barnabörnum og stjúpbörnum, dætur mínar áttu gott að geta hlaupið til ömmu í Götu, það var stutt á milli heimilanna á þeirra fyrstu árum. Síðar komu barnabarnabörnin, þau hafa fylgt þér í veikindunum, það var sárt að þú gast ekki kynnst þeim. Þau sáu þig hverfa á braut, frá okkur og sitja með söknuð í huga eins og við hin sem þekktum þig alla ævi. En það er gott að eiga góðar minningar og þökkum við fyrir það, og biðjum góðan guð að geyma þig.

Takk fyrir allt, þín dóttir

Snjólaug.

Í minningunni var amma alla tíð frekar hljóðlát og góð kona sem sagði sínar meiningar á sinn hátt og fékk mann til að leggja við hlustir.

Ég fékk að njóta þess að kynnast ömmu nokkuð vel þegar ég bjó hjá þeim afa og ömmu í Ægisgötu 31, en þar bjó ég þegar ég var við nám og vinnu á Akureyri á unglingsárum mínum.

Við amma áttum oft gott og fræðandi spjall saman, hún hafði ákveðnar skoðanir á heiðarleika og reglusemi sem án efa var gott veganesti fyrir óharðnaðan ungling út í lífið.

Elsku amma, ég veit að nú ertu komin á góðan stað þar sem þér líður vel eftir margra ára veikindi og þú munt áfram láta gott af þér leiða á þinn hljóðláta hátt.

Guð geymi þig.

Jón Á. Þorvaldsson.