Alexei Shirov sigraði Michael Adams.
Alexei Shirov sigraði Michael Adams.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
STIGAHÆSTU menn á Stórmóti Hróksins, Adams og Shirov, tefldu spennandi skák í gærkvöld. Adams náði betra tafli og hafði örugg tök á stöðunni.

STIGAHÆSTU menn á Stórmóti Hróksins, Adams og Shirov, tefldu spennandi skák í gærkvöld. Adams náði betra tafli og hafði örugg tök á stöðunni. Shirov átti að auki mun minni umhugsunartíma og greip hann þá til þess ráðs að fórna manni til að rugla Adams í ríminu. Þetta tókst vel, tíminn jafnaðist og þá lék Adams sig í mát.

Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem 4. sterkasti skákmaður heims leikur sig í mát, jafnvel þótt hann sé í tímahraki.

Hvítt: Michael Adams

Svart: Alexei Shirov

Sikileyjarvörn

1.e4c5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 e6 4.Bxc6 bxc6 5.b3 Re7 6.Bb2 Rg6 7.h4 h5 8.e5 d6

Nýr leikur í þessari stöðu, þótt hann komi síðar í mörgum tilvikum. Svartur á athyglisverða leið, 8...c4!? 9.bxc4 Hb8 10.Bc3 c5 11.d3 Be7 12.Rbd2 f5 13.exf6 gxf6 14.De2 Kf7 15.0-0 Bb7 16.Hfe1 Dc7 17.De3 Hbg8 18.Re4 e5 19.Bb2 d6 20.c3 Rf4 21.Rg3 f5, með miklu spili (German-Milos, Buenos Aires 1997).

9.exd6 Dxd6 10.De2 f6 11.De4 Kf7 12.Rc3 e5 13.0-0-0 Be7 14.d3 Be6 15.g3 Had8 16.Hhf1 Bh3 17.Hg1 Bg4 18.Hde1 De6 19.Rd2 Hd4 20.Dg2 Hhd8 21.f3 Bh3 22.Df2 Bf5 23.Rce4 Dd7 24.g4 --

Adams vill ekki opna svarta biskupnum leið með því að taka skiptamuninn, en ekki er að sjá, að staðan sé hættuleg fyrir hann, eftir 24.Bxd4 cxd4 25.Rc4 o.s.frv.

24...Be6 25.Rc4 hxg4 26.fxg4 Bxc4

Hugsanlegt er fyrir svart að drepa á g4, t.d. 26...Bxg4!? 27.Re3 (27.Dg3 Bh5) 27...Bh5 28.Rf5 Hb8 29.Ba3 Hb5 og erfitt er að koma auga á leið fyrir hvít til að brjótast í gegn.

27.dxc4 Rf4 28.Df3 a5 29.a4 Db7 30.g5 Hb8 31.gxf6 gxf6 32.Hg4 --

Ef til vill er 32.Dg4!? enn sterkari leikur, t.d. 32. -- Hxc4 33.He3 Hd4 34.Dg7+ Ke6 35.Hf1 Rd5 36.He2 og ólíklegt er, að svarti lifi þetta af.

Sjá stöðumynd

32...Rd3+!

Shirov verður að reyna að grugga stöðuna, því að annars segir slæm kóngsstaða hans til sín að lokum.

33.cxd3 Dxb3 34.Dg2 Bf8 35.Hg6?! --

Hvítur hefði átt að leika 35.Dc2, t.d. 35. -- Hxd3 36.Hf1 Hf3 37.Dxb3 Hxf1+ 38.Kc2 Hxb3 39.Kxb3 f5 40.Rg5+ Kf6 41.Hg2 o.s.frv.

35...Dxd3 36.Hxf6+ Ke7 37.Bxd4?? --

Ótrúlegt, Adams sést yfir einfalt mát! Keppendur áttu lítið eftir af umhugsunartímanum í þessari flóknu stöðu, hvítur fjórar mínútur á 4 leiki, þegar hann lék 37. leikinn, en þá átti svartur aðeins tvær. Svartur hótar 37. -- Hxc4+, svo að hvítur gerir best í að tryggja sér jafnteflið, með 37.Hf7+ Kxf7 38.Hf1+ Ke7 39.Dg5+ Kd7 40.Hf7+ Ke8 41.Hxf8+ Kxf8 42.Df6+ Kg8 43.Dg5+ Kf7 44.Df6+ Kg8 (44...Ke8 45.Dxe5+ Kf7 46.Df4+ Kg7 47.Bxd4+ cxd4 48.De5+ Kh7 49.Rg5+ Kg6 50.Dxb8) 45.Dg5+, með þráskák.

37...Hb1+ mát!

Bragi Kristjánsson

Höf.: Bragi Kristjánsson