MIKIÐ snjóaði í Miðausturlöndum í gær og olli það verulegri röskun á öllu daglegu lífi.
MIKIÐ snjóaði í Miðausturlöndum í gær og olli það verulegri röskun á öllu daglegu lífi. Við Grátmúrinn í Jerúsalem, einn helgasta stað gyðinga, var fátt fólk á ferli eins og sjá má á myndinni, skólum var lokað og margar fjölfarnar þjóðbrautir voru ófærar vegna fannkomunnar. Var jafnfallinn snjór í Jerúsalem um 20 cm. Mikil fannkoma var einnig í Líbanon og í Jórdaníu þar sem yfirvöld fögnuðu henni eins og himnasendingu enda vatnsskortur mikill í landinu. Að undanförnu hefur þó verið óvenjulega votviðrasamt á þessum slóðum.