Rabbfundur hjá Rannsóknastofu í kvennafræðum verður á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 12-13 í stofu 101 í Lögbergi. Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur rabbar um tæknifrjóvganir: "Hvern er verið að lækna? Konur og tæknifrjóvgun." Svanborg fjallar um hvort þetta endurspegli þá hugmynd að konur séu "aðalgerendur" í barneignum, hvort þetta lýsi valdastöðu kvenna í frjósemisrannsóknum o.fl.
Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar munu safnast saman við Hlemm og ganga þaðan niður Laugaveg að Alþingishúsinu á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 17.
Borgararéttindi í Bandaríkjunum Í tengslum við kennslu á námskeiðinu stjórnskipunarrétti og ágripi þjóðaréttar við lagadeild Háskóla Íslands heldur Andrew E. Lelling, sérfræðingur um borgaraleg réttindi í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, opinn fyrirlestur fimmtudaginn 27. febrúar kl. 14, í stofu L-103 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið "Civil Liberties Concerns in the US in the Aftermath of 11 September". Lelling mun fjalla um áhrif hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 á vernd borgararéttinda í landinu, einkum gagnvart útlendingum frá Arabaríkjum og aðgerðir stjórnvalda á þessu sviði. Allir velkomnir.
Kynningarfundur um MBA-nám Háskólans í Reykjavík verður á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17.15 á 3. hæð Háskólans í Reykjavík. MBA nám er stjórnunar- og viðskiptanám á meistarastigi ætlað einstaklingum með háskólapróf. Á kynningarfundinum verður námstilhögun og uppbygging námsins kynnt. Jafnframt munu útskrifaðir og núverandi MBA nemendur ræða reynslu sína af náminu og svara spurningum.