ER ekki kominn tími til að breyta lífeyrissjóðunum? Sem venjulegum launþega svíður mér tilhugsunin um lífeyrissjóðina. Allt sukkið og svínaríið fer í mann. Væri ekki eðlilegt að hver einasti Íslendingur fengi lífeyrissjóðsbók við 16 ára aldur?

ER ekki kominn tími til að breyta lífeyrissjóðunum? Sem venjulegum launþega svíður mér tilhugsunin um lífeyrissjóðina. Allt sukkið og svínaríið fer í mann.

Væri ekki eðlilegt að hver einasti Íslendingur fengi lífeyrissjóðsbók við 16 ára aldur? Þessi bók væri einfaldlega föst í bankanum. Þangað færu þessi 10%. 4% frá launþega og 6% frá atvinnurekanda. 1% yrði svo tekið af launum manns í sameiginlegan sjúkrasjóð, sem greitt væri úr í veikindum eða slysum. Leyfi fengist síðan til að taka allt að 50% úr bókinni við íbúðakaup. Bókin erfðist til erfingja við andlát manns eða yrði að öðrum kosti laus við 67 ára aldur.

Í mörgum tilfellum eru reglur lífeyrissjóða andsnúnar fólkinu sem á sjóðinn.

Tökum sem dæmi lífeyrissjóð sjómanna. Flestir sjómenn greiða fúlgur til sjóðsins á hverju ári. Ef sjómaður kaupir sér síðan íbúð og fær sín húsbréf eins og aðrir þá getur hann ekki fengið lífeyrissjóðslán þar sem veðsetning er yfir 60% á íbúðinni. Móðir mín var á sjó í nærri 25 ár. Vantaði nokkra mánuði upp á 25 árin til að öðlast rétt til lífeyrisgreiðslna þegar hún dó. Hvað skyldi hún hafa greitt mikið til sjóðsins? Faðir minn fær víst einhvern "tittlingaskít" út úr þessum sjóði í dag eftir eiginkonu sína. Ef þau hefðu ekki verið gift, hvað hefði þá orðið um peningana?

Er ekki kominn tími til að við launþegar gerum eitthvað í málinu?

Ásta,

fyrrv. sjómannskona.

Innheimta fargjalda

VARÐANDI rekstur Strætó bs. mætti benda á atriði sem hefur áhrif á rekstur fyrirtækisins en það er innheimta fargjalda. Ótrúlega margir farþegar komast upp með að greiða ekki. Fjöldi fólks er með ýmis kort sem veita frítt far. Margir sturta einhverjum slatta af mynt í brúsann. Hvernig í ósköpunum eiga vagnstjórar að fylgjast með því að fargjaldið sé rétt?

Maður furðar sig á því hve margt fólk er óheiðarlegt, meðal annars roskið fólk.

Hendinni er t.d. skellt á miðabrúsann en það dettur bara enginn miði. Þetta sér maður stundum (eða sér ekki miðann). Í þessum efnum eru vagnstjórar í vanda og þetta er mikill vandi fyrirtækisins. Hann þarf að leysa.

Að lokum vil ég taka fram að ég er mjög ánægður með þjónustu Strætó. Leiðakerfið er gott, fyrir mig a.m.k., og vagnstjórar eru almennilegir. Það er mín reynsla. Og fargjaldið er alls ekki hátt.

Aldraður farþegi.

Heyrnartæki barns týndist

HEYRNARTÆKI fyrir barn töpuðust hinn 11. febrúar á leið frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands að Kringlu. Þessi tæki nýtast engum nema eiganda þeirra. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma: 8998124 eða 8652200.

Svart dömuveski

SÁ sem tók upp svarta dömuveskið á gangstéttinni við Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 23. febrúar er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 5576525. Fundarlaun.

Geisladiskahulstur í óskilum

Geisladiskahulstur með geisladiskum í fannst milli Lágabergs og Neðstabergs í Breiðholti. Upplýsingar í síma 8632459.

Páfagaukar óskast

PÁFAGAUKAR (gárar) óskast gefins ásamt búri. Vinsamlega hafið samband við Jón Inga í síma 8241825.