Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13-16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestur frá kirkjukór. Bílaþjónusta í símum 5538500, 5530448 og 8641448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir.
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13-16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestur frá kirkjukór. Bílaþjónusta í símum 5538500, 5530448 og 8641448.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Krakkaklúbbar í safnaðarheimilinu: 9-10 ára börn kl. 16-17 og 11-12 ára kl. 17.30-18.50. www.domkirkjan.is

Grensáskirkja. Samvera aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Alfa-námskeið kl. 19.30-22.

Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Börn og bænir. Sr. Sigurður Pálsson, sóknarprestur.

Opið hús eldri borgara í Hallgrímskirkju kl. 14. Dagskrá um Kína í umsjá Unnar Guðjónsdóttur, myndasýning og dans. Hugvekju flytur séra María Ágústsdóttir. Allir velkomnir.

Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18.

Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orelleik og sálmasöng. Allir velkomnir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safnaðarheimilinu (kr. 300). Kl. 13-16 opið hús fyrir eldri borgara. Söngur, spjall, föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17-18.10 Krúttakórinn, börn 4-7 ára.

Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) kl. 14.10. Jóhanna G. Ólafsdóttir guðfræðinemi og Hannes Guðrúnarson tónlistarmaður og kennari leiða starfið ásamt sóknarpresti. TTT-fundur kl. 16.15 (5.-7. bekkur). Andri Bjarnason og Þorkell Sigurbjörnsson leiða starfið ásamt Sigurbirni Þorkelssyni framkvæmdastjóra safnaðarins og hópi ungra sjálfboðaliða. Fermingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekkur). Umsjón hefur Sigurvin Jónsson guðfræðinemi og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir tómstundaráðgjafi hjá Þróttheimum. Adrenalínhópurinn kemur saman kl. 20 á Ömmukaffi, Austurstræti 20. Krakkar úr 9. og 10. bekk Laugalækjarskóla velkomin. Rútufar heim að fundi loknum.(Sjá síðu 650 í Textavarpinu).

Neskirkja. Foreldramorgun kl. 10-12. Afmælisfundur. Foreldramorgnar 14 ára. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíufræðsla kl. 17, rætt verður um Hirðisbréfin. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson.

Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina.

Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa-námskeið í safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og bænastund í kapellu safnaðarins í safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð, kl. 12. Allir velkomnir.

Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í hádegi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir og íhugun. Kl. 13-16 opið hús.

Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.

Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM&K kl. 20-21.45. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is).

Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Allir velkomnir. Námskeiðið Að búa einn kl. 20-22. KFUM fyrir drengi 9-12 ára í Grafarvogskirkju kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar, börn 7-9 ára í Rimaskóla kl. 17.30-18.30. TTT (10-12 ára) í Rimaskóla kl. 18.30-19.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-9. bekk í Engjaskóla kl. 20-22.

Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Opið hús kl. 12. Léttur hádegisverður og skemmtileg samverustund. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Tólf spora námskeið kl. 20.

Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf með 10-12 ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45-18.45.

Lindakirkja í Kópavogi . Kl. 19 Alfa-námskeið í safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3.

Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 5670110. Æskulýðsfundur fyrir unglinga 14-15 ára kl. 20. Biblíulestraröð Seljakirkju kl. 19.30 annan hvern miðvikudag. Næsti lestur er í dag, 26. febrúar.

Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Erlendur sjá um akstur á undan og eftir.

Vídalínskirkja . Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10-12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomin með eða án barna.

Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs.

Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hittast, spjalla saman, spila og njóta góðra veitinga. Verð velkomin.

Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12.

Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.20 TTT yngri, 9-10 ára krakkar í kirkjunni. Undirbúningur æskulýðsdags. Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára krakkar í kirkjunni. Undirbúningur æskulýðsdags. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM&K fyrir æskulýðsfélagið. Hulda Líney Magnúsdóttir.

Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10-12. Umsjón hefur Arndís L. Bernharðsdóttir og Þuríður D. Hjaltadóttir. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum.

Keflavíkurkirkja. . Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón Sigfús B. Ingvason. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19.30-22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson.

Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). Foreldramorgun í Safnaðarheimilinu í dag kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurðardóttur. Baldur Rafn Sigurðsson.

Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 5653987.

Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið.

Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20. Í blíðu og stríðu. Albert Bergsteinsson talar og Kristín Bjarnadóttir með frásagnir af kristniboðinu. Allir velkomnir.

Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.

Akureyrarkirkja. Mömmumorgun kl. 10. Lovísa frá Abaco kynnir þjónustu fyrirtækisins. ÆFAK, yngri deild, kl. 20.