Subaru-sveitin vann alla erlendu keppinauta sína á Flugleiðamótinu, þar á meðal sænska landsliðið 24-6. Leikurinn bauð upp á miklar sviptingar, til dæmis voru tvær alslemmur í kortunum. Hér er önnur, sem reyndar féll: Suður gefur; NS í hættu.

Subaru-sveitin vann alla erlendu keppinauta sína á Flugleiðamótinu, þar á meðal sænska landsliðið 24-6. Leikurinn bauð upp á miklar sviptingar, til dæmis voru tvær alslemmur í kortunum. Hér er önnur, sem reyndar féll:

Suður gefur; NS í hættu.

Norður
ÁG92
ÁKG2
G976
K

Vestur Austur
10 4
103 9654
10854 KD3
G96432 § D10875

Suður
KD87653
D87
Á2
Á

Á öðru borðinu sátu Svíarnir ungu Nyström og Bertheau í NS. Þeir gátu rannsakað spilið óáreittir og enduðu í sjö gröndum, sem er vissulega góður árangur. Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson fengu hins vegar lítinn frið á hinu borðinu. Þar var villikötturinn Peter Fredin í austur og hann sleppir sjaldan tækifæri til að hræra í sagnpottinum:

Vestur Norður Austur Suður
Lindkvist Jón Fredin Þorlákur
- - - 1 spaði
Pass 2 grönd 3 lauf 4 grönd
6 lauf Dobl Pass 6 tíglar
Pass 6 hjörtu Pass 7 spaðar
Pass Pass Pass

Magnus Lindkvist er raunar furðu rólegur að hindra ekki yfir einum spaða Þorláks með þremur laufum, en hann er kannski orðinn vanur því að makker hans sjái um þá hlið mála. Svar Jóns á tveimur gröndum sýndi slemmuáhuga í spaða og þá stakk Fredin sér inn á þremur laufum á fimmlitinn. Þorlákur ákvað að spyrja strax um lykilspil og nú vaknaði Lindkvist til lífsins með stökki í sex lauf. Dobl Jóns sýndi jafna tölu lykilspila (tvo ása í þessu tilfelli) og Þorlákur hélt alslemmuleitinni lifandi með sex tíglum. Jón sýndi hjartastyrkinn með sex hjörtum og Þorlákur lét vaða í sjö.

Vel að verki staðið, en engin sveifla.