Tólf þekktir erlendir matreiðslumeistarar eru komnir til landsins til að taka þátt í íslenskri matar- og skemmtihátíð, sem haldin er í annað sinn um helgina.
Tólf þekktir erlendir matreiðslumeistarar eru komnir til landsins til að taka þátt í íslenskri matar- og skemmtihátíð, sem haldin er í annað sinn um helgina. Munu þeir ásamt starfsbræðrum sínum á Íslandi sýna listir sínar og elda sælkeramáltíðir fyrir gesti veitingahúsa höfuðborgarinnar. Í fyrra vakti hátíðin athygli erlendis og er gert ráð fyrir fjölda erlendra fréttamanna til að fylgjast með matgæðingunum.