Ástralska fyrirtækið Boffins hefur blandað nýjan málm sem er léttari en ál og þó eigi að síður sterkari en stál og er nú verið að prófa efnið í bílvélum. Hefur það að sögn reynst afar vel, t.d. í nýrri gerð VW Lupo þar sem það er notað til reynslu.
Ástralska fyrirtækið Boffins hefur blandað nýjan málm sem er léttari en ál og þó eigi að síður sterkari en stál og er nú verið að prófa efnið í bílvélum. Hefur það að sögn reynst afar vel, t.d. í nýrri gerð VW Lupo þar sem það er notað til reynslu. Hér er um magnesíumblöndu að ræða og notkun hennar dregur verulega úr eldsneytisbruna þar sem vélin er aðeins fjórðungur af sambærilegri þyngd jafnstórrar vélar sem væri smíðuð úr stáli. Vafalaust munu nánari fregnir berast af þessu nýja undraefni í náinni framtíð.