Mazda 3 verður sýndur í Genf.
Mazda 3 verður sýndur í Genf.
Eftir nokkur mögur ár hefur Mazda snúið til baka með spennandi nýja bíla. Mazda 6 boðar nýja tíma en bíllinn hefur fengið mikið lof bílablaðamanna um allan heim og hann selst vel. Sá bíll keppir m.a. við Ford Mondeo, VW Passat og Toyota Avensis.
Eftir nokkur mögur ár hefur Mazda snúið til baka með spennandi nýja bíla. Mazda 6 boðar nýja tíma en bíllinn hefur fengið mikið lof bílablaðamanna um allan heim og hann selst vel. Sá bíll keppir m.a. við Ford Mondeo, VW Passat og Toyota Avensis. Í vor verður kynntur Mazda 2 sem er bíll í smábílaflokki og keppir við m.a. Volkswagen Polo, Ford Fiesta og Honda Jazz. Á bílasýningunni í Genf í næstu viku sýnir fyrirtækið svo Mazda MX Sportif sem fær heitið Mazda 3 þegar hann kemur á markað. Þetta er bíll í sama stærðarflokki og VW Golf, Ford Focus og Opel Astra. Ef marka má fyrstu myndir má búast við spennandi bíl og hefðinni samkvæmt einnig vel smíðuðum.