Nýi Rússajeppinn kominn með nýtískulínur en fortíðin leynir sér samt ekki.
Nýi Rússajeppinn kominn með nýtískulínur en fortíðin leynir sér samt ekki.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
RÍK er sú tilhneiging bílaframleiðenda að leita til fyrirmynda aftur í tímann. Þetta hefur VW gert með góðum árangri hvað varðar nýju Bjölluna og Chrysler með PT Cruiser svo aðeins tveir séu nefndir til sögunnar.

RÍK er sú tilhneiging bílaframleiðenda að leita til fyrirmynda aftur í tímann. Þetta hefur VW gert með góðum árangri hvað varðar nýju Bjölluna og Chrysler með PT Cruiser svo aðeins tveir séu nefndir til sögunnar. Nú hefur GAZ-verksmiðjan rússneska sent frá sér myndir af GAZ-3120, gamla rússajeppanum í nýjum búningi. Bíllinn er ennþá einungis á hugmyndastigi en er þó alveg hugsaður og teiknaður í smáatriðum. Hann er með sítengdu aldrifi en vélbúnaðurinn vekur einnig athygli, fjögurra strokka dísilvél, 110 hestafla og með 250 Nm togi. Bíllinn er þó eingöngu tveggja dyra og vegur eins og fólksbíll, eða 1.650 kg. Hámarkshraðinn er 130 km á klst. og veghæðin 21,5 cm.

Nýi rússajeppinn er 4,3 m langur og 1,87 m á breidd.

GAZ, (Gorky Automobile-verksmiðjurnar), var stofnað 1929 af sovéskum stjórnvöldum og hóf starfsemi 1932 nærri borginni Nizhny Novgorod. Fyrsti bíllinn var GAZ-A, fólksbíll í millistærðarflokki, sem kom á markað í desember 1932. Bíllinn var framleiddur eftir teikningu frá Ford. Á síðasta ári framleiddi fyrirtækið 191.492 ökutæki.