Nýr Fiat-smábíll sem sýndur verður í Genf.
Nýr Fiat-smábíll sem sýndur verður í Genf.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FIAT-samstæðan er sá framleiðandi sem verður með flestar nýjungar á bílasýningunni í Genf sem hefst í næstu viku. Allt eru þetta bílar sem verða settir í framleiðslu á þessu ári. Þarna er um að ræða þrjá Alfa Romeo, tvo Fiat og einn Lancia.

FIAT-samstæðan er sá framleiðandi sem verður með flestar nýjungar á bílasýningunni í Genf sem hefst í næstu viku. Allt eru þetta bílar sem verða settir í framleiðslu á þessu ári. Þarna er um að ræða þrjá Alfa Romeo, tvo Fiat og einn Lancia.

Sá bíll sem vekja mun hvað mesta athygli er nýr Fiat smábíll. Ekki er ennþá komið nafn á bílinn og kallast hann því einvörðungu Verkefni 169. Hann byggist á Ecobasic hugmyndabílnum sem var frumsýndur fyrir um einu ári.

Bíllinn er einungis 3,54 cm á lengd, 1,58 m á breidd og 1,53 cm á hæð. Hann á að leysa af hólmi Seicento. Þetta er lítill bíll en með háa sætastöðu eins og farið er að tíðkast í mörgum smábílnum. Gírstöngin er ofarlega á mælaborðinu og allt á þetta að gefa ágætt innanrými fyrir alls fimm manns. Farangursrýmið er 200 lítrar. Þótt þetta sé smábíll fyrir borgina er hann fullboðlegur hvað staðalbúnað varðar. Þar verður m.a. að finna aðvörunarbúnað þegar lagt er í stæði, loftræstibúnað, ABS-hemlakerfi með neyðarhemlunarbúnaði og stöðugleikastýringu. Hægt verður að fá bílinn með stóru glerþaki sem kallast Skydome. Auk þess eru í bílnum sex líknarbelgir og bílbeltastrekkjarar.

Bíllinn verður boðinn með 55 og 60 hestafla bensínvélum og 1,3 lítra, 70 hestafla dísilvél.

Fimm dyra gerðin verður komin á markað seint í haust en þriggja dyra bíllinn á næsta ári.

Væntanlega sýnir Fiat einnig Simba hugmyndabílinn sem er fjórhjóladrifinn. og sagður leysa af hólmi Panda.