Rafmagn heldur þurrkublöðunum heitum.
Rafmagn heldur þurrkublöðunum heitum.
MARGIR kannast við það vandamál þegar það er hríð og skafrenningur að þurfa sífellt að vera að berja eða skrapa snjó af þurrkublöðunum.

MARGIR kannast við það vandamál þegar það er hríð og skafrenningur að þurfa sífellt að vera að berja eða skrapa snjó af þurrkublöðunum. Nú er þetta vandamál úr sögunni því komin eru á markað upphituð þurrkublöð sem tengja má við rafkerfi bílsins, bæði 12 og 24V. Aðeins þarf að kveikja á rofa og ísinn bráðnar af. Þessi búnaður er tilvalinn fyrir fjallamenn, björgunarsveitir, snjómokstursmenn og aðra sem þurfa að ferðast í vetrarveðrum. Auðvelt er að setja þurrkurnar á bílinn og tengja þær og góður leiðarvísir fylgir með. Þurrkurnar eru fáanlegar í stærðunum 16", 18", 20" og 24". Í sjálfum þurrkublöðunum er silicon-gúmmí sem er hitaþolið. Þurrkurnar eru fluttar inn af Rafseli ehf. í Búðardal.

Magnús Skóg Kristjónsson hefur verið með svona þurrkublöð á sínum jeppa síðan um jólin. "Þetta virkar vel í skafrenningi þegar ís hleðst á rúðuna og þurrkublöðin. Þetta heldur rúðunni alveg hreinni þar sem þurrkan fer yfir og blaðinu sjálfu. Þetta þrælvirkar," segir Magnús.

Magnús ekur um 60.000 km á ári og er í ferðamannaflutningum. Hann er því mikið upp til fjalla við ýmsar aðstæður. Hann segir að það sé lítið mál að setja þurrkurnar á og tengja þær.