Ford 6,0-lítra Power Stroke er að finna í Excursion.
Ford 6,0-lítra Power Stroke er að finna í Excursion.
SAGT var frá nýju Powerstroke-dísilvélinni frá Ford í síðasta blaði. Glöggur lesandi hafði samband og benti á að eitthvað væri bogið við uppgefið tog vélarinnar. Sagt var að það væri 550 Nm en hið rétta er að togið er 560 pundfet við 2.
SAGT var frá nýju Powerstroke-dísilvélinni frá Ford í síðasta blaði. Glöggur lesandi hafði samband og benti á að eitthvað væri bogið við uppgefið tog vélarinnar. Sagt var að það væri 550 Nm en hið rétta er að togið er 560 pundfet við 2.000 snúninga á mínútu. Umreiknað í Newton-metra er togið því 784 Nm, eða eins og í þokkalegum vörubíl. Ford hefur því tekið afgerandi forystu meðal jeppaframleiðenda. Eftir því sem næst verður komist er aflmesta dísilvél GM 6,5 lítra, V8-vélin í Silverado Crew Cab sem er 300 hestafla og togar mest 705 Nm við 1.800 snúninga á mínútu.