BÍLADELLUFÓLK um heim allan getur glaðst þessa dagana, því í undirbúningi er að stofnsetja Hraðasafnið (The Museum of Speed) í Lundúnum. Þar verða til sýnis hundruð bifreiða, lesta, vélhjóla, flugvéla og báta, ýmist frumgerðir eða vandaðar eftirlíkingar.
BÍLADELLUFÓLK um heim allan getur glaðst þessa dagana, því í undirbúningi er að stofnsetja Hraðasafnið (The Museum of Speed) í Lundúnum. Þar verða til sýnis hundruð bifreiða, lesta, vélhjóla, flugvéla og báta, ýmist frumgerðir eða vandaðar eftirlíkingar. Skemmtigarður verður og byggður í tengslum við Hraðasafnið og verða þar meðal annars þeir hraðskreiðustu rússíbanar sem fyrirfinnast í Bretlandi. Safnið/skemmtigarðurinn verður í Stratford, sem er í austurhluta Lundúna og er áætlað að hann verði opnaður eftir þrjú ár.