FÁEINAR gerðir ökumannslausra bifreiða eru nú svo þróaðar að búast má við því að a.m.k. ein tegund verði prófuð fljótlega á völdum svæðum þar sem umferðarálag er með minnsta móti.

FÁEINAR gerðir ökumannslausra bifreiða eru nú svo þróaðar að búast má við því að a.m.k. ein tegund verði prófuð fljótlega á völdum svæðum þar sem umferðarálag er með minnsta móti.

Bílatímaritið Auto Express prófaði eina gerð ökumannslauss bíls nýverið og stóðst hún erfiðustu prófin. Meðal annars komust bílarnir yfir gatnamót án þess að skella saman, afgreiddu framúrakstur án vandkvæða og sýndu hæfni til að aka í samfloti á jöfnum hraða.

Bílarnir, sem eru frönsk hönnun, eru búnir nemum sem skynja önnur farartæki á vegunum og flókinn tölvubúnaður hjálpar þeim að marka stefnu.

Sem fyrr segir verða þeir nú brátt prófaðir þar sem umferðarþungi er lítill og slysahætta hverfandi. Er talað um að það verði helst í afmörkuðu rými í skemmtigörðum og á ferðamannastöðum.