"VERÐI þessar tillögur að veruleika er um hreina og klára aðför að vertíðarbátum að ræða," segir Hermann Stefánsson, formaður Útvegsmannafélags Hornafjarðar.
"VERÐI þessar tillögur að veruleika er um hreina og klára aðför að vertíðarbátum að ræða," segir Hermann Stefánsson, formaður Útvegsmannafélags Hornafjarðar. "Það hefur verið gengið mjög á tilverugrundvöll vertíðarbátanna undanfarin misseri en þessar tillögur gætu veitt þeim náðarhöggið. Þarna er um að ræða veiðibann á löngu tímabili, einmitt á því tímabili sem gefið hefur hvað best í netin. Þessar tillögur myndu þannig hafa mikil áhrif hér á Hornafirði, ekki aðeins á veiðarnar heldur ekki síður á vinnsluna í landi," segir Hermann.