STJÓRN Sparisjóðs Siglufjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í gær tilboð Sparisjóðs Mýrasýslu í allt stofnfé þess fyrrnefnda. Fyrir átti Sparisjóður Siglufjarðar 40% stofnfjár í Sparisjóði Mýrasýslu.

STJÓRN Sparisjóðs Siglufjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í gær tilboð Sparisjóðs Mýrasýslu í allt stofnfé þess fyrrnefnda. Fyrir átti Sparisjóður Siglufjarðar 40% stofnfjár í Sparisjóði Mýrasýslu. Ólafur Marteinsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Siglufjarðar, segir að viðskiptin hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykkt Fjármálaeftirlitsins.

Um 20 manns vinna hjá Sparisjóði Siglufjarðar, en sparisjóðurinn mun starfa áfram í óbreyttri mynd.