NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands, NSÍ, hafa gert athugasemdir við starfsleyfistillögur fyrir álver Alcoa á Reyðarfirði.

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands, NSÍ, hafa gert athugasemdir við starfsleyfistillögur fyrir álver Alcoa á Reyðarfirði. Samtökin telja að þar sem dreifingarspá fyrir mengun í lofti lá ekki fyrir þegar tillögur að starfsleyfi voru auglýstar hafi ekki verið tímabært að auglýsa þær.

Þá telja samtökin að þau skilyrði, sem Umhverfisstofnun hefur lagt til, rúmist ekki innan þess umhverfismats sem liggur til grundvallar.

Samtökin halda því fram að losun á brennisteinstvíoxíði sé hátt í fimm sinnum meiri en fram kom í mati á umhverfisáhrifum og sjónræn áhrif vegena reykháfa hafi ekki verið metin. NSÍ telur að svo virðist sem Alcoa hafi komist langt á yfirlýstri stefnu sinni um "no discharge policy", þ.e. enga losun mengandi efna í vatn eða sjó. Harma samtökin að umhverfisyfirvöld skuli láta "órökstudda umhverfisstefnu fyrirtækja villa sér sýn".