EKKI er marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að því er kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Stöð 2. 39,1% aðspurðra segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk og 38,1% Samfylkinguna.

EKKI er marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að því er kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Stöð 2. 39,1% aðspurðra segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk og 38,1% Samfylkinguna. Þá segjast 12,7% ætla að kjósa Framsóknarflokkinn, 2,2% Frjálslynda og 7,5% Vinstri græna.

Langflestir vilja sjá óbreytt stjórnarsamstarf eftir kosningar eða 41,4%. Tæp 8% vilja sjá Samfylkinguna eina í stjórn og 3,4% Sjálfstæðisflokkinn einan í ríkisstjórn. Þá sögðust ríflega 15% geta hugsað sér stjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar og liðlega 5% Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.